Viðburðir

Dagur sjúkraþjálfunar 2018

Dagur sem enginn sjúkraþjálfari má missa af

  • 16.3.2018, 8:30 - 18:00, Hilton Reykjavík Nordica

Skráning er hafin á Dag sjúkraþjálfunar, föstudaginn 16. mars 2018

Skráningarsíða Dags sjúkraþjálfunar:

https://events.artegis.com/event/DS_2018

Efni Dags sjúkraþjálfunar - til útprentunar ef vill:
Dagskrá Dags sjúkraþjálfunar 2018  
Ágrip Dags sjúkraþjálfunar 2018 

Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig tímanlega, það auðveldar skipulagningu. Athugið að gjaldið hækkar þann 10. mars.

Athygli er vakin á því að Dagurinn verður með aðeins breyttu sniði í ár. Breytingarnar felast meðal annars í því að við munum nýta okkur þjónustu ráðstefnuskrifstofunnar Iceland Travel til að annast alla praktíska umgjörð dagsins og skráning fer alfarið fram í gegnum heimasíðu þeirra: https://events.artegis.com/event/DS_2018

Stærsta breytingin er sú að hádegisverður verður innifalinn í ráðstefnugjaldi en ríflegt hádegishlé verður einnig nýtt fyrir svokalla tengslahittinga (net-working sessions), þar sem sjúkraþjálfarar  úr sama geira sjúkraþjálfunar fá tækifæri til að hittast, bera saman bækur sínar og mynda tengsl.

Önnur breyting er sú að ríflegur skráningartími er að morgni og fólk hvatt til koma snemma. Boðið verður upp á morgunverð við komu og tilvalið að byrja daginn á góðu spjalli við kollegana.

Allir skrá sig og greiða á daginn. Það á jafnt við um fyrirlesara, fundarstjóra, vísindanefnd, sem og stjórn félagsins og formann, enda er dagurinn styrkhæfur bæði hjá Endurmenntunarsjóði BHM og Starfsþróunarsetri Háskólamanna. Ferðakostnaður þeirra sem koma utan af landi er einnig styrkhæfur.

Aðalræðumaður dagsins verður Mark Comerford, og verður hann með námskeið í framhaldi af deginum, eins og tíðkast hefur.

http://www.kineticcontrol.com/about-us/team/mark-comerford

Drög að dagskrá má sjá á skráningarsíðunni, en um leið og allir fyrirlesarar og veggspjaldakynnendur hafa staðfest þátttöku sína munum við birta dagskrána í heild sinni.

Með kveðju,

Framkvæmdanefnd um dag sjúkraþjálfunar

Helga Ágústsdóttir, VIRK Starfsendurhæfingasjóður
Steinunn S. Ólafardóttir, Heilsuborg 
Andri Helgason, Gáski sjúkraþjálfun

dagursjukra@gmail.com


Ráðstefnuskrifstofa
Iceland Travel Ráðstefnur
Skógarhlíð 12
105 Reykjavík
conferences@icelandtravel.is